Dráttarvéladagur og töðugjöld í Sævangi

Nú eru bændur á Ströndum loksins búnir að slá og kominn tími á töðugjöldin! Laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00 verður haldinn dráttarvéladagur og töðugjöld í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þar verður keppt í ökuleikni á dráttarvél og dýrindis kaffihlaðborð verður á boðstólum í Kaffi Kind. Bændur eru hvattir til að mæta með dráttarvélar og landbúnaðartæki á svæðið. Frítt verður inn á sýninguna Sauðfé í sögu þjóðar í tilefni dagsins. Mætum öll og höfum gaman af!