Dráttarvéladagur á Sauðfjársetrinu 1. september

580-drattarv6
Dráttarvélardagur og kaffihlaðborð eru á dagskránni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sunnudaginn 1. september og hefst fjörið kl. 14:00. Á dráttarvéladegi er haldin keppni í góðakstri á gamalli dráttarvél og reynir þar á leikni og aksturshæfni keppenda. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, aðeins mæta á svæðið og spreyta sig á akstrinum um þar til gerða þrautabraut. Á Kaffi kind er fullvaxið kaffihlaðborð á boðstólum og kostar 1.800.- fyrir fullorðna. Hlaðborðið og hátíðin er eins konar uppskeruhátíð eftir sumarið, segir Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins, sem hefur verið ágætt.