Dorothea hamingjusöm í Perlunni

Sá Vestfirðingur sem á mestan heiður skilin fyrir góðan árangur í markaðssetningu ferðaþjónustu á Vestfjörðum á liðnum árum, Dorothea Lubecki ferðamálafulltrúi hjá AtVest, var harla kát með mætinguna í Perluna. Tíðindamaður strandir.is náði tali af Dóru þar sem hún fylgdist með fólksfjöldanum á milli þess sem hún hljóp í að kynna atburði á sviði eða sinna öðrum verkefnum:

"Mér finnst frábært að sjá þennan samhug sem Vestfirðingar sýna hérna í Perlunni. Þetta er glæsileg sýning sem hefur virkilega mikil langtímaáhrif á ímynd svæðisins og samstöðuna í fjórðungnum. Til skamms tíma litið hefur sýning sem þessi líka töluverð jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna sem eiga eftir að koma vel í ljós í sumar."

atburdir/2006/580-perl-dora5.jpg

bottom

1

Ljósm. Jón Jónsson og Dagrún Ósk