Dagur hinna villtu blóma í Sævangi

Blóm, ljósberi

Þann 19. júní klukkan 16:00 verður dagur hinna villtu blóma haldinn í Náttúrubarnaskólanum í Sævangi í samvinnu við Flóruvini og Náttúrustofu Vestfjarða og eru allir hjartanlega velkomnir! Dagrún Ósk verður með stutta kynningu á Náttúrubarnaskólanum, svo verður Hafdís Sturlaugsdóttir með fróðlegt og skemmtilegt erindi um gróðurfar á Ströndum og verður svo farið í gönguferð í nágrenni Sævangs þar sem Hafdís segir frá villtum blómum sem á vegi okkar verða.
Kaffi og kökur verða á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi fyrir 1200 kr. fyrir 13 ára og eldri, 600 kr. 6-12 ára og frítt fyrir yngri! Allir velkomnir. Á myndinni er ljósberi.