Dagskrá Húmorsþingsins á laugardaginn

Húmorsþingið er allt í senn vetrarhátíð Þjóðfræðistofu, skemmtun og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Það er nú haldið í þriðja sinn á Hólmavík og eru allir velkomnir á alla liði húmorsþingsins. Dagskrá má nálgast hér að neðan. Á málþinginu munu fræðimenn stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor. Á meðal þátttakenda verða Íris Ellenberger, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Ása Ketilsdóttir, Kristinn Schram, Saga Garðarsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Heimir Janusarson, Jón Jónsson og meðlimir Upp, upp mín sál og Uppistöðufélagsins.

Í fræðilegum málstofum verður rætt um hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satíru og íroníu ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Fjallað verður um húmor sem valdatæki í baráttu þjóðfélagshópa og ýmsar birtingarmyndir húmors í bókmenntum, fjölmiðlum, ljóð- og myndlist. Í sérstakri málstofu verður rætt um húmor jaðars og miðju; þéttbýlis og dreifbýlis; valdahópa og þeirra valdaminni.

Auk fræðilegrar dagskrár verður meðal annars á boðstólnum kankvís barþraut (pub quiz), kvikmyndasýning á heimildamyndinni Uppistandsstelpur og heilmikil uppistandsdagskrá. Auk þess verður í þriðja sinn efnt til grínkeppninnar sívinsælu Orðið er laust. Um Þjóðfræðistofu sjá www.icef.is.

Dagskrá Húmorsþingsins

1. apríl
Kl. 15 – 16
Grínkeppni barna og unglinga: Þetta er ekkert grín! Í Grunnskólanum á Hólmavík
Verðlaun fyrir 1- 3 sæti – Úrslit í Leynifélaginu – RÚV, Rás 1.

2. apríl
Hádegishlaðborð á Café Riis,

Kl. 13 – 14
Málstofa: húmor jaðars og miðju; þéttbýlis og dreifbýlis; valdahópa og þeirra valdaminni Í Skelinni, Hafnarbraut 7. Framsögn hafa m.a. Kristinn Schram, Íris Ellenberger og Eva Þórdís Ebenezersdóttir. Skráning í dir@icef.is og í síma 8661940.

Kl. 15 – 19
Hugvekjur á Húmorsþingi á Café Riis

Grín!: Húmorinn leystur úr læðingi
Kristinn Schram

Griðkuríma, druslur og langlokuþulur
Ása Ketilsdóttir kveður

3 fætur og 15 tær!: fötlunarhúmor vs. fatlandi húmor
Eva Þórdís Ebenezersdóttir

Hýr á brá, horfir á: Kynhneigð og viðtökuhópar gríns
Íris Ellenberger

Hlé

Kl. 16:00
Hláturjóga
Ásta Valdimarsdóttir

Í sporum grínistans
Þorsteinn Guðmundsson

Uppistandsstelpur
Heimildamynd eftir Áslaugu Einarsdóttur – Íris Ellenberger fylgir myndinni úr hlaði

Grín er dauðans alvara: húmor í kirkjugörðum
Heimir Janusarson

Furðufiskar og fljúgandi mörgæsir: Að hlaupa apríl
Jón Jónsson

Kvöldhlaðborð verður á Café Riis – Gæðamatur á góðu verði

Kl. 20:30
Skemmtikvöld á Café Riis (inngangseyrir 1000 kr.)

Pub Quiz – Barþraut
Í umsjón Kristjáns Sigurðssonar og Barböru Guðbjartsdóttur

Uppistand
Þorsteinn Guðmundsson, Saga Garðarsdóttir (úr uppistandshópnum Upp, upp mín sál) Íris Ellenberger (úr
Uppistöðufélaginu) og fleiri

Grínkeppnin Orðið er laust

Allir eru velkomnir á Húmorsþing á Hólmavík!!! Upplýsingar um gististaði og fleira slíkt fást á www.icef.is.