Dagrún verður sumarstarfsmaður hjá strandir.is


Vefnum strandir.is hefur áskotnast sumarstarfsmaður sem ætlar að sinna fréttaritun á vefinn í hjáverkum í sumar. Þar er á ferðinni Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli, en hún hefur áður skrifað fréttir og tekið viðtöl fyrir strandir.is. Dagrún er boðin hjartanlega velkomin til starfa og eru bundnar miklar vonir við að hún skrifi margar góðar og skemmtilegar fréttir yfir sumarmánuðina. Vonast er til að vefurinn verði því með allra líflegasta móti í sumar og að fjölbreytni aukist í vali á umfjöllunarefni.