Gaman í marhnútaveiðikeppni

{mosvideo xsrc="marhnutakeppni" align="right"}Börn og fullorðnir fjölmenntu í marhnútaveiðikeppnina á Sjómannadeginum á Hólmavík í morgun og skemmtu sér vel saman í dýrindisveðri. Kvikmyndatökumaður strandir.is leit við og myndaði keppendur í bak og fyrir. Það er björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík sem stendur…

Ásdís Jónsdóttir samdi Hamingjulagið í ár

{mosvideo xsrc="hamingjudagalagid" align="right"}Hamingjulagið 2008 var valið í skemmtilegri undankeppni í kvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fjögur lög kepptu þar um hvaða lag verður einkennissöngur bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða í sumar. Það var lag og texti eftir Ásdísi Jónsdóttur sem varð…

Símaviðtal við skíðagöngukappa

Símaviðtal við skíðagöngukappa

Skíðagöngukapparnir úr Strandabyggð þeir Rósmundur Númason og Birkir Þór Stefánsson kláruðu hina heimskunnu Vasagöngu, skíðagönguna í Svíþjóð, með bravúr eins og komið hefur áður fram hér á strandir.is. Tíðindamaður strandir.is átti stutt símaviðtal við þá félaga nú í kvöld eftir…

Mælir ekki með að stinga hönd í hákarlskjaft

Tíðindamaður strandir.is ákvað að fræðast um hákarlaveiðar í dag og lagði leið sína í beitningaskúr Hilmis ST-1 vitandi að þar á bæ leggja menn stund á hákarlaveiðar. Þar varð Unnar Ragnarsson skipstjóri á Hólmavík til margra ára fyrir svörum um…

Gleði meðal barna á Öskudegi

{mosvideo xsrc="oskudagur-08" align="right"}Börnin á Hólmavík eru engir eftirbátar annarra barna á Íslandi og skrýðast allskyns búningum og gerfum meðan þau ganga í hús og vinna sér inn sælgæti og annað góðgæti með söng. Tíðindamaður strandir.is fylgdi nokkrum börnum eftir fyrr í dag,…

Beint á Strandir í fyrstu ferð sinni til Íslands

{mosvideo xsrc="galdraheimsokn" align="right"}Koma ferðamanna á Strandir einskorðast ekki eingöngu við sumarmánuðina en nokkuð er um að erlendir ferðamenn aki á Strandir yfir háveturinn. Í gærkvöldi heimsótti svissnesk fjölskylda Galdrasafnið á Hólmavík og kynnti sér þar sögu galdramála á Íslandi. Þau…

Munum eftir smáfuglunum

Þegar hávetur ríkir og jarðbönn eru í hámarki er rétt að minna á smáfuglana sem kroppa og krafsa í freðna jörðina allt í kringum okkur. Þeir þurfa mikla orku til að halda að sér hita og gefa okkur hinum, vænglausu…

Framfarasporið 2007 fór á Drangsnes

{mosvideo xsrc="ferdathjonn2007" align="right"}Hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir eru að mati þátttakenda Arnkötlu 2008, ferðaþjónar ársins 2007. Þau hafa staðið sig afbragðsvel í að hlúa að ferðaþjónustu á svæðinu og opnuðu á síðasta ári nýtt gisthús og glæsilegt veitingahús á…

Djúpavík í nærmynd

{mosvideo xsrc="djupavik" align="right"}Í meðfylgjandi myndbandi beinir strandir.is sjónum lesenda sinna að Djúpavík, þessu einstaka þorpi í Reykjarfirði á Ströndum sem skapar ávallt sérstaka stemmningu hjá þeim sem þar eiga leið um. Jafnt sumar sem vetur.

Úr Kaldbaksvík í Veiðileysufjörð

{mosvideo xsrc="lambatindurofl" align="right"}Tíðindamaður strandir.is lagði leið sína norður í Árneshrepp í blíðviðrinu í gær og virti fyrir sér vetrarfegurðina sem skartaði sínu fegursta. Meðfylgjandi myndband sýnir magnaða fjallasýnina úr Kaldbaksvík upp á Veiðileysuháls.