Hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar

Hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours sem er með höfuðstöðvar í Grundarfirði ætlar að færa út kvíarnar og bjóða upp á hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar. Reglulegar ferðir verða farnar þrisvar sinnum á dag á tímabilinu frá 15. júní – 20. ágúst. Þetta…

Ársþing Héraðssambands Strandamanna haldið á Drangsnesi

Ársþing Héraðssambands Strandamanna haldið á Drangsnesi

Ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) árið 2017 verður haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi miðvikudaginn 3. maí og hefst kl. 19:30. Á dagskrá eru hefðbundin þingstörf í 13 liðum sem nánar er hægt að fræðast um á Facebook-síðu HSS. Kosið er í…

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur aðalfund

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur aðalfund

Aðalfundur Félags eldri borgara í Strandasýslu verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 14.00 miðvikudaginn 3. maí. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskránni og nýir félagar boðnir velkomnir. Allir sem orðnir eru 60 ára eða eldri geta tekið þátt í þessum skemmtilega félagsskap og…

Morð! á Hólmavík

Morð! á Hólmavík

Tvær sýningar eru framundan á leikritinu Morð sem er Þjóðleiksverkefni Leiklistarvals Grunnskólans á Hólmavík í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur. Leikritið var frumsýnt á Hólmavík fyrir helgi og síðan var brunað á leiklistarhátíð Þjóðleiks á Norðurlandi og Vestfjörðum í Varmahlíð í Skagafirði…

Óskalögin - vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós þann 1. maí

Óskalögin – vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós þann 1. maí

Vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós verða haldnir mánudaginn 1. maí kl. 14.00 í Hólmavíkurkirkju. Að þessu sinni bera þeir yfirskriftina Óskalögin og verða þau flutt á tónleikunum. Um er að ræða gömlu góðu lögin úr óskalagaþáttunum, bæði sjúklinga og sjómanna, og svo…

Vöffluhlaðborð og fróðlegir fyrirlestrar um sveitadvöl barna

Vöffluhlaðborð og fróðlegir fyrirlestrar um sveitadvöl barna

Sunnudaginn 30. apríl kl. 15:00 heimsækja tveir fræðimenn Sauðfjársetur á Ströndum til að segja frá rannsóknum á siðnum að senda börn til sumardvalar í sveit. Þetta eru Jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands sem flytur erindið Úr borgarsollinum…

Fjórtán tóku þátt í Sævangshlaupinu

Fjórtán tóku þátt í Sævangshlaupinu

    Hlaupahópurinn Margfætlurnar á Hólmavík hefur nú tvö ár í röð staðið fyrir Sævangshlaupi að vori. Þá er hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík að Sauðfjársetrinu í Sævangi, en þetta er 11 kílómetra leið. Fjórtán tóku þátt í hlaupinu að…

Blái hnötturinn á Hólmavík

Blái hnötturinn á Hólmavík

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík býður á sýningu á leikverkinu Blái hnötturinn í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 7. apríl klukkan 14:00. Verkið er unnið eftir bók Andra Snæs Magnasonar Blái hnötturinn. Nemendur hafa síðustu daga unnið að sýningunni á fjölbreyttan…

Grásleppuvertíðin lengd í 36 samfellda daga

Grásleppuvertíðin lengd í 36 samfellda daga

Atvinnuvega- og nýsöpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017. Samkvæmt nýju reglugerðinni gilda útgefin grásleppuveiðileyfi nú í 36 samfellda daga, en ekki í 20 daga eins og áður var ákveðið, á vertíðinni 2017.

Skipulagsstofnun gefur út álitsgerð um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar

Skipulagsstofnun gefur út álitsgerð um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar

Fréttatilkynning frá Skipulagsstofnun „Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi samkvæmt lögum nr. 106/2000. Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og…