Bryggjuball í Norðurfirði

Föstudagskvöldið 18. ágúst eftir kl. 21:00 verður partýkráarstemmning í Kaffi Norðurfirði. Þar verða Gleðikonurnar í fararbroddi, en einnig verður söngur og nikkuspil. Ókeypis verður inn. Bryggjuball verður svo á laugardagskvöldinu þegar Hilmar Hjartarson frá Steinstúni og Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum, ásamt góðum félögum, spila fyrir dansi á bryggjusvæðinu í Norðurfirði. Barinn verður opinn á Kaffi Norðurfirði og gamla fiskverkunin verður opin þeim sem vilja sitja og horfa á hina hringsnúast í takt við harmonikutónana. Veðurspáin fyrir helgina er fín.