Broddaneshreppur vill sameiningu

Hreppsnefnd Broddaneshrepps hefur óskað eftir viðræðum við Hólmavíkurhrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Eins og kunnugt er var tillaga um sameiningu sveitarfélaga á Ströndum felld í kosningum í byrjun október í öllum sveitarfélögunum, nema í Broddaneshreppi þar sem 75% kjósenda samþykktu þá tillögu um sameiningu sem fyrir lá. Erindið frá Broddaneshreppi verður tekið fyrir á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps á morgun. Í Broddaneshreppi eiga rétt rúmlega 50 manns lögheimili.