Bridgemót í Steinshúsi

Bridgefélag Hólmavíkur fyrirhugar að halda bridgemót í Steinshúsi á Nauteyri í samvinnu við staðarhaldara. Spilaður verður tvímenningur. Slíkt mót var einnig haldið í ágúst 2016 og tókst mjög vel til. Mótið verður haldið laugardaginn 26. ágúst og hefst spilamennskan kl 11:00. Súpa og kaffi er á boðstólum yfir daginn á kr. 3.000.-  Allir sem vilja mega taka þátt er og er bent á að hafa samband við Ingimund Pálsson á Hólmavík eða í Facebook-hópnum Bridgefélag Hólmavíkur.