Bridgemót á Reykhólum 29. ágúst

bridge

Opna WIP mótið í tvímenning (bridge) verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 29. ágúst í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst kl. 12:00. Létt snarl verður á boðstólum fyrir mót og kraftmikil kjötsúpa í hálfleik. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Félagar í Bridgeklúbbi Hólmavíkur fjölmenntu á mótið á síðasta ári, en þá kepptu 11 pör. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson, keppnisgjald 2.500 kr. og allt innifalið. Kvenfélagið Katla nýtur ágóðans í ár eins og í fyrra. Skráning hjá Eyvindi Magnússyni á Reykhólum, eyvimagn@simnet.is eða í síma 863-2341. Á myndinni hér að ofan eru sigurvegarar á mótinu í fyrra.