Breyttar dagsetningar á félagsvist í Sævangi


Félagsvist, þriggja kvölda keppni, fer nú fram í Sævangi. Fyrsta kvöldið hefur þegar verið spilað, var þá spilað á 9 borðum og sigruðu Jón Stefánsson á Broddanesi og Steina Þorsteinsdóttir í Miðdalsgröf. Breyting hefur verið gerð tímasetningu á öðru og þriðja kvöldinu. Annað kvöldið verður haldið mánudaginn 3. desember og þriðja kvöldið mánudaginn 10. desember. Spilamennskan hefst kl. 20:00. Verð er kr. 800,- veitingar innifaldar. Vinningar eru veittir eftir hvert kvöld og vegleg verðlaun fyrir samanlagðan árangur öll þrjú kvöldin. Allir eru velkomnir, hvort heldur sem er eitt kvöld eða fleiri.