Breytingar á ferðum Vörumiðlunar


Þar sem Vörumiðlun ehf á Sauðárkróki hefur keypt flutningafyrirtækið af KM þjónustunni í Búðardal verða eftirfarandi breytingar á akstursleiðum og ferðum fyrirtækisins á Ströndum og Dölum. Ekið er alla daga í Búðardal og alla daga nema miðvikudaga til Hólmavíkur. Akstri um Strandir sem verið hefur á fimmtudögum verður hætt, en þess í stað verður ekið frá Hólmavík um Strandir til Búðardals fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Aðrar áætlanir verað óbreyttar að svo stöddu.

Vörumiðlun ehf er með afgreiðslu á Landflutningum og Flytjanda í Reykjavík og einnig á Akureyri, auk þess að vera með starfsstövar á Hólmavík, Búðardal, Hvammstanga, Blönduósi og höfuðstöðvar á Sauðárkróki.