Borgarís á Hamingjudögum

Áhöfnin á Sæbjörginni á Hólmavík gerði sér lítið fyrir í dag og sótti veglegt brot úr borgarísjaka út á Steingrímsfjörð og dró hann að bryggju á Hólmavík. Höfðu Strandamenn og gestir þeirra sem eru allmargir á Hamingjudögum á Hólmavík gaman af tiltækinu og dágóður fjöldi af fólki safnaðist saman við bryggjuna þegar Sæbjörgin kom að landi með ísjakann í eftirdragi. Tíðindamaður strandir.is var á staðnum og smellti myndum af jakanum. Eins og menn muna gerði jaki frá Íslandi mikla lukku á sýningu í París fyrir nokkru, en nú er að sjá hvort borgarís frá Grænlandi hafi jafn mikið aðdráttarafl á Íslandi. Uppátækið að draga hafís að landi er alla vega óvenjulegt í meira lagi.

580-jakinn9 580-jakinn8 580-jakinn7 580-jakinn6 580-jakinn5 580-jakinn4 580-jakinn3 580-jakinn2 580-jakinn10 580-jakinn1
Ísjakinn dreginn að landi – ljósm. Jón Jónsson.