Bolludagur í Drangsnesskóla

Nemendur yngstu deildar í Drangsnesskóla lögðu skólabækurnar aðeins til hliðar í gær og bökuðu bollur í tilefni bolludagsins. Ekki var nóg með að þau gæddu sér síðan á góðgætinu heldur buðu þau nemendum og kennurum skólans með sér og leikskólanum líka. Meðfylgjandi myndir eru teknar í miðjum bollubakstri og síðan af leikskólakrökkunum þegar þau komu í heimsókn og gæddu sér á bollunum.

 

Ljósm. Gunnar Melsted