Bófaleikur á Hólmavík

580-ratleikur1

Það verður fjör á Hólmavík á föstudaginn 13. maí, því þá mætir Hólmvíkingurinn Flosi Helgason til Hólmavíkur og ætlar sér að standa fyrir leik fyrir börn, fullorðna og alla þá sem áhuga hafa. Í skeyti frá Flosa segir: „Já, nú er komið að því, Bófaleikur skal það vera! Við ætlum að hittast við gamla Kaupfélagið (Þróunarsetrið) föstudagskvöldið kl 19:30. Ég vona að allir komi sem langar að vera með og láti krakkana vita, því þessu megið þið ekki missa af. Einstakt tækifæri til að rifja upp gamla takta.“

Hægt er að ná í Flosa í síma 865-5530 og við hjá strandir.is hvetjum alla til að mæta á svæðið og leika sér saman. Veðurspáin fyrir föstudaginn er fín.