Boðganga í Selárdal í dag

Það má ekki á milli sjáÍ dag, sunnudaginn 20. apríl, verður haldin firmakeppni í boðgöngu kl. 17:00 á vegum Skíðafélags Strandamanna. Mótið verður haldið í Selárdal við Syrpu, en aðstæður til skíðagöngu í Selárdal eru góðar um þessar mundir, þar er nægur snjór og undanfarna daga hefur verið lagður þar 3 km hringur. Raðað verður í sveitir þannig að þær verði sem jafnastar að styrkleika og mestar líkur séu á að keppnin verði æsispennandi. Á 1. spretti er genginn 1 km á 2. spretti 2 km og á 3. spretti 3 km. Um er að ræða fyrirtækjakeppni, þar sem fyrirtæki á svæðinu kaupa sér lið og styrkja Skíðafélagið og fá í staðinn glæsilega mynd af sínu liði.