Bjarni Ómar og Stefán Jónsson með tónleika á Malarkaffi

Bjarni Ómar Haraldsson heldur tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi í dag, mánudaginn 24. nóvember, og hefjast þeir kl. 20:30. Með Bjarna í för er pínaóleikarinn Stefán Jónsson. Á tónleikunum munu þeir félagar leika efni af nýútkominni hljómplötu Bjarna Ómars, Fyrirheit. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röð tónleika sem þeir félagar munu standa fyrir á næstu vikum og mánuðum til að kynna plötu Bjarna, en tónleikaröðin hefur nú fengið stuðning frá Menningarráði Vestfjarða. Aðgangseyrir að þessu sinni er enginn og eru allir aldurshópar hvattir til að kíkja á þá félaga.