Bingó, konfektgerð og spilavist

Á sunnudag verður jólabingó á Hólmavík og vinninganir af veglegri gerðinni. Hefst það kl. 16:00 í félagsheimilinu og standa Danmerkurfarar í 8.-9. bekk fyrir því. Á mánudaginn verður haldið konfektnámskeið á Hólmavík frá kl. 18:00-21:00. Ennþá er hægt að bæta við 3-5 þátttakendum og geta áhugasamir geta hringt í Kristínu Sigurrós Einarsdóttur í síma 867-3164. Loks verður spilavist í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 21. desember kl. 20:00, á vegum Danmerkurfara.