Bingó í Félagsheimilinu á laugardag

 Félag eldri borgara stendur fyrir bingói í félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardaginn 28. apríl. Bingóið er til fjáröflunar fyrir félagið, en það hefst kl. 14:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og innifalið í því er eitt bingóspjald og kaffiveitingar sem verða glæsilegar að vanda. Aukaspjald kostar kr. 500 og vinningarnir eru fjölbreyttir og veglegir. Það er tilvalið að kíkja í bingó á morgun og styðja við hinn öfluga félagsskap sem fer fram á vegum Félags eldri borgara á Ströndum.