Bílslys í Steingrímsfirði

Bílslys varð við bæinn Grænanes við norðanverðan Steingrímsfjörð í gær. Bíll fór þar út af vegi og valt, svo lítilsháttar meiðsli hlutust af. Fimm voruí bílnum sem valt eina veltu. Rétt er að hvetja menn til að fara varlega í umferðinni um helgina. Bæði er mikil umferð og aðstæður misjafnar.