Barþraut á Hólmavík

Föstudagskvöldið 19. ágúst fer fram barþraut eða PubQuiz á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Þar glíma gestir sig í tveggja manna liðum við hinar fjölbreytilegustu spurningar um allt milli himins og jarðar. Það eru sigurvegarar í síðustu barþraut sem haldin var á Hólmavík, feðginin Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli, sem semja spurningarnar og spyrja þeirra að þessu sinni. Gleðskapurinn hefst kl. 21:00 og eru menn hvattir til að mæta á svæðið, gleðjast saman og taka þátt í þessum skemmtilega leik.