Baldur í stuði

Baldur Smári Ólafsson hafði betur í keppni dagsins í tippleik strandir.is. Hann lagði Kolbein Jósteinsson í æsispennandi keppni með níu stigum gegn átta. Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en í síðasta leik dagsins, Newcastle – Everton, en þar vann Nýkastalinn Alltaftóninn nokkuð sannfærandi 2-0. Kolli er því dottinn úr keppninni og strandir.is þakka honum kærlega fyrir þatttökuna. Ekki er enn vitað hvern hann skorar á að keppa við Baldur um næstu helgi en það má telja afar líklegt að það verði einhver stórsnillingur – ekki veitir af einum slíkum til að velta Jóni Jónssyni úr toppsætinu. Hér fyrir neðan má sjá úrslit helgarinnar og stöðuna í leiknum:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-3. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-3. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
4. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
5. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
6-7. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
6-7. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
8. Baldur Smári Ólafsson – 1 sigur
9. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
10. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
11. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
12-17. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
12-17. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
12-17. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
12-17. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
12-17. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
12-17. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

 

ÚRSLIT

KOLLI

BALDUR

1. Blackburn – Arsenal  

1

2

X

2. Chelsea – Portsmouth   

1

1

1

3. Charlton – Aston Villa  

X

X

1

4. Birmingham – Sunderland

1

1

1

5. Newcastle – Everton

1

X

1

6. Reading – Preston

1

1

1

7. Watford – Cardiff

1

1

1

8. Sheff. Utd. – QPR

2

1

1

9. Ipswich – Leicester

1

1

1

10. Hull – Wolves  

2

2

X

11. Derby – Plymouth

1

2

1

12. Stoke – Millwall

1

1

1

13. Southampton – Sheff. Wed.

1

X

1

 

 

8 réttir

9 réttir