Bætur til sveitarfélaga vegna samdráttar í þorskveiðum

Ljósm. Árni Þór BaldurssonFélagsmálaráðherra hefur úthlutað sérstökum bótum til sveitarfélaga sem verða fyrir tekjumissi vegna samdráttar í aflamarki þorsks, en þetta er fyrsta úthlutunin af þremur. Nú á að veita 250 milljónum, en samtals verður úthlutað 750 milljónum á þremur árum og er þetta hluti mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar. Kaldrananeshreppur fær 1,4 af þessari úthlutun, Strandabyggð 550 þúsund og Árneshreppur 500 þúsund. Á vefsvæði Svæðisútvarps Vestfjarða á ruv.is segir:

"Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu segir að áhrif samdráttarins komi betur í ljós á næsta ári og því hafi sú leið verið farin fyrir árið 2007 að koma til móts við þau sveitarfélög sem talin séu líklegust að verði fyrir skaða. Við næstu tvær úthlutanir verði skýrari forsendur til að meta áhrif á fjárhag sveitarfélaganna, meðal annars hafnarsjóðanna. 8 sveitarfélög á Vestfjörðum fá samtals rúmar 37 milljónir króna úr þessari úthlutun. Mest fer til Ísafjarðarbæjar eins og áður sagði, tæplega 15,5 milljón, Bolungarvík fær tæpar 8 miljónir, Vesturbyggð rúmar 6, Tálknafjörður tæpar 3,8 milljónir, Kaldrananeshreppur rúmar 1400 þúsund, Súðavíkurhreppur tæpar 1300 þúsund, Strandabyggð rúmar 550 þúsund og Árneshreppur 500 þúsund krónur."