Bændur taka fé á hús


Vegna slæmrar veðurspár hafa margir bændur á Ströndum nú tekið fé á hús að einhverju leyti. Ekkert varð þó úr fyrirhuguðu óveðri við Steingrímsfjörð í dag, þótt vissulega gengi á með éljum. Spáin er slæm fyrir næstu daga, einkum á fimmtudag og föstudag. Nú kl. 22:20 eru 16 m/sek á Ennishálsi og 18 m/sek á Arnkötludal, éljagangur og hálkublettir, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.