Badmintonmót HSS á Hólmavík

Badmintonmót Héraðssambands Strandamanna árið 2017 verður haldið laugardaginn 4. mars í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Mótið hefst hefst stundvíslega kl. 13:00. Þátttökugjald í mótið er aðgangsgjaldið að íþróttasalnum og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Keppt er í einum opnum flokki í tvíliðaleik. Hægt er að skrá á staðnum. Mættum öll hress og kát.