Aukaþing um sameiningu stofnana

Þann 25. nóvember verður haldið aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, um stoðkerfi atvinnu og byggða. Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík í byrjun september var samþykkt að skipa starfshóp sem myndi skoða sameiningu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða í eina stofnun. Nú hefur umræddur starfshópur lagt fram tillögur sínar og hafa þær verði sendar út til kynningar til sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila. 

Efni aukaþingsins er kynning á framtíðarskipulagi stoðkerfisins og kosning um tillögur þess efnis. Tillögur starfshóps og annað efni þingsins er að finna á http://atvest.is/efni.asp?m=51.