Auglýst eftir leikurum og sviðsfólki

540-taningur1

Leikfélag Hólmavíkur er sannarlega ekki við eina fjölina fellt og sífellt er eitthvað skemmtilegt í gangi á því heimili. Nú er komið að stóru sýningu leikársins og hefur Leikfélagið auglýst eftir áhugasömum leikurum og sviðsfólki til að taka þátt í uppsetningu á leikverki eftir áramótin. Æfingar munu standa yfir frá byrjun janúar og stefnt er að frumsýningu seinni hluta febrúar. Leikstjóri verður Eyvindur Karlsson. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir að senda stjórnarmönnum skilaboð eða láta vita á annan hátt sem fyrst. Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur eru nú Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Salbjörg Engilbertsdóttir.