Ársþing Héraðssambands Strandamanna haldið á Drangsnesi

Ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) árið 2017 verður haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi miðvikudaginn 3. maí og hefst kl. 19:30. Á dagskrá eru hefðbundin þingstörf í 13 liðum sem nánar er hægt að fræðast um á Facebook-síðu HSS. Kosið er í stjórn og nefndir, gerð grein fyrir starfsemi á liðnu ári og rætt um það sem framundan er og efst á baugi hverju sinni. Aðildarfélög HSS eru Ungmennafélagið Geislinn, Skíðafélag Strandamanna, Ungmennafélagið Neisti, Ungmennafélagið Hvöt, Ungmennafélagið Leifur heppni, Sundfélagið Grettir og Golfklúbbur Hólmavíkur. Meðfylgjandi mynd er frá setningu Héraðsmóts HSS á Sævangi á níunda áratugi síðustu aldar.