Áramótateiti á Café Riis

580-flug6

Opið verður á Café Riis á Hólmavík eftir að nýja árið er gengið í garð og þar verður haldið veglegt áramótateiti. Húsið opnar þegar hálftími er liðinn af nýja árinu, klukkan 00:30, og verður opið fram eftir nóttu. Strandamönnum og nærsveitungum gefst þannig færi á að hefja nýja árið í góðum gleðskap og félagsskap.