Almennur stjórnmálafundur á Café Riis

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi efnir til almenns stjórnmálafundar á Café Riis á Hólmavík í kvöld, fimmtudaginn 27. október og hefst fundurinn kl. 20.00. Í tilkynningu hvetur Sjálfstæðisflokkurinn íbúa til að sækja fundinn og taka þátt í hreinskiptnum og málefnalegum umræðum og hafa þannig áhrif.