Allt á fullu í Perlunni

Nú er allt á fullu í Perlunni við undirbúninginn og verið að leggja lokahönd á bás Strandamanna sem þykir áberandi glæsilegur. Fjöldi Strandamanna hefur unnið að verkefninu og er allt saman á lokastigi. Enn er ólag á tölvupósti til strandir.is og kveðjur og slíkt komast ekki til skila í augnablikinu, en vonast er til að það komist í lag sem fyrst. Hægt er að senda fréttir, myndir og kveðjur á info@holmavik.is á meðan.

Ljósm. Jón Jónsson.