Allt á floti alls staðar!

Það var úrhellisrigning á Ströndum í nótt og morgun, en heldur virtist vera að stytta upp við Steingrímsfjörðinn fyrir hádegi. Þegar birti af degi í morgun gaf á að líta, stöðuvötn voru víða þar sem engin voru áður, smálækir voru orðnir að skaðræðisfljótum og víða áttu ræsin undir veginn í mesta basli við að ráða við allan vatnsflauminn. Skemmdir hafa orðið á vegum af þessum völdum, m.a. í Gautsdal og Staðardal og nú rétt fyrir hádegi rann Grjótá sem fellur í Steingrímsfjörð nokkuð innan við Hólmavík yfir veginn. Í vatnsveðrum sem þessum verður skiljanlegt að mannskaðar hafa orðið í ám og lækjum á Ströndum fyrr á árum, s.s. Víðidalsá, Grjótá og Kirkjubólsgilinu sem öll hafa orðið fólki að aldurtila á síðustu 120 árum.

0

Við Hermannslund í Skeljavík.

bottom

Vegaskemmdir í Gautsdal, búið er að hreinsa rásina með veginum þannig að ekki flýtur lengur yfir þar.

Hrófá er óvenju vatnsmikill.

frettamyndir/2011/640-vatn9.jpg

Það er með naumindum að ræsið fyrir Víðidalsána hafi undan vatnsflaumnum.

frettamyndir/2011/640-vatn8.jpg

Sjúllinn í Stakkamýri stendur nú við stöðuvatn á túninu.

frettamyndir/2011/640-vatn6.jpg

Ósáin hafði hreinsað burt girðingar á nokkrum kafla þegar hún hefur rutt sig.

frettamyndir/2011/640-vatn4.jpg

frettamyndir/2011/640-vatn3.jpg

frettamyndir/2011/640-vatn1.jpg

Grjótá milli Ósbæjanna og Hrófbergs rennur yfir veginn.

frettamyndir/2011/640-vatn11.jpg

Kirkjubólsgilið við Kirkjuból á Ströndum rann yfir veginn í morgun þar sem ræsið hafði ekki undan.

– ljósm. Jón Jónsson