Álftir mættar á Tungugrafarvogana

alftir

Það er ekki laust við að það hafi verið dálítið vor í lofti síðustu dagana á Ströndum og í dag birtist ein staðfesting þess við Steingrímsfjörð. Undir kvöldið sáust þrjár álftir á Tungugrafarvogunum og eru þær fyrstu slíkar sem fréttaritari sér þetta árið. Myndin af álftunum hér fyrir ofan er frá því í mars í fyrra á fyrrnefndum stað, en aðrar fuglamyndir sem fylgja með þessari frétt hér að neðan eru teknarvið Steingrímsfjörðinn í vorsólinni í dag, við Víðidalsá og á Kirkjubóli.

 dag2 dag7 dag8 dag9 dag10 dag11 falki2falki4

Fuglar á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson