Af gnægtaborði Strandamanns: vélindu og sviðalappir

Átthagafélag Strandamanna á Ísafirði stendur fyrir samkomu á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember 2009 þar sem bættum samgöngum er fagnað og eru allir Strandamenn boðnir velkomnir, bæði þeir sem enn eiga heima á Ströndum og hinir sem eiga þar rætur. Í boði er bæði kynnisferð um Ísafjörð þar sem þjónustustofnanir eru heimsóttar og kvöldskemmtun og veisla og að lokum dunar dans. Dagskráin fylgir hér með, en bent er á að sætaframboð er takmarkað svo vissara er að skrá sig til leiks hið fyrsta.

Dagskráin er á þessa leið:
 
Kl: 14.00 Frí
kynnisferð um þjónustustofnanir bæjarins:
Vestrahúsið með Háskólasetri,
Fræðslumiðstöð, Atvinnuþróunarfélagið, Teiknistofuna Eik ásamt mörgum öðrum.
Edinborg menningarmiðstöð. Nýji grunnskólinn. Gamla sjúkrahúsið (safnahúsið) og
e.t.v. fleiri staði.
Leiðsögumaður: Sigurður Pétursson
sagnfræðingur (dóttursonur Hjartar Sturlaugssonar í Fagrahvammi (frá Snartartungu í Bitrufirði)). Hressing
einhverstaðar á leiðinni. Nauðsynlegt er að bóka sig í
skoðunarferðina.
 
Kl: 19.30 Kvöldskemmtun í Arnardal.
Sófus Magnússon
fór í matarkisturnar. Á hlaðborði verða m.a. siginn fiskur m/mörfloti, selkjöt
2-3 tegundir og spik, hrefnukjöt, sviðalappir, reyktur rauðmagi, ekta plokkfiskur,
hrossakjöt, vélindu, hörpuskel, kræklingur, ábrestir, lambakjöt og allskonar
meðlæti. Þorsteinn Þráinsson matreiðslumeistari og Anna Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Arnardal sjá um eldamennskuna.

Karlakórinn Ernir syngur,
spurningakeppnir, góð  verðlaun, söngur, gamansögur o.fl. Stórsveit Samma
rakara leikur fyrir dansi.

Veislustjóri Úlfar Ágústsson. Nánar á:
www.arnardalur.is. Verð Kr: 4.900.-
 
Panta þarf sæti
fyrir fimmtudagskvöld 5/11.
Sófus sími 893-8355
Úlfar 864-0319, netfang:
ulfar@isafjordur.info