Æfingar í frjálsum íþróttum á Hólmavík

Í fréttatilkynningu frá Ungmennafélaginu Hvöt kemur fram að æfingar í frjálsum íþróttum í vetur munu hefjast á Hólmavík miðvikudaginn 17. september. Klukkan 15:00-16:00 er æfing fyrir 1.-4. bekk og svo frá 16:00-17:00 er æfing fyrir 5. bekk og eldri. Eru allir velkomnir að æfa með og er áætlað að hafa æfingarnar alla miðvikudaga fram í byrjun desember. Æfingarnar verða í íþróttahúsinu á Hólmavík og verður rukkað sama gjald fyrir alla – 1000 kr á mann fyrir þetta tímabil. Þjálfari verður Sigríður Drífa.