Aðventuhátíð í Bústaðakirkju

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. desember kl. 16.00. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og Gissur Páll er einsöngvari. Vilberg Viggósson leikur á píanóið og hugvekju flytur Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar. Miðaverð við innganginn er 4.000 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Glæsilegt kaffihlaðborð er innifalið. Það er óhætt að lofa ljúfri jólastemmingu og kórinn vonast eftir að sjá sem flesta.