Aðventa á Galdrasýningunni


Hið sígilda verk Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson verður lesið upp á Kaffi Galdri, Galdrasafninu á Hólmavík laugardaginn 22. desember. Lesturinn hefst kl. 16.00. Öllum er velkomið að koma og njóta, hvort sem er í stutta stund eða allan lesturinn. Boðskapur Aðventu um þrautseigju og þolgæði Benedikts og förunauta hans, hundsins Leós og sauðsins Eitils, á heilmikið erindi við Íslendinga í dag, en bókin kom fyrst út á íslensku árið 1939. Lesari verður Rúna Stína Ásgrímsdóttir.

Galdrajólatré og galdrajólahjól – ljósm. Jón Jónsson