Aðalfundur Æðarræktarfélags Strandasýslu

Aðalfundur Æðarræktarfélags Strandasýslu verður haldinn í Sauðfjársetrinu Sævangi föstudaginn 26. ágúst 2011 og hefst kl. 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskránni. Rætt verður um stefnumótun og starfsemi félagssins. Undirbúningur fyrir aðalfund Æðarræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Reykhólum laugardaginn 27. ágúst 2011. Allir áhugamenn um æðarrækt hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar í boði félagsins.