Að hluta sundur kjötskrokk

Í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða kemur fram að auglýsing sem dreift var á Ströndum á föstudag og mánudag um námskeið um meðhöndlun lambaskrokka innihélt rangar tímasetningar. Námskeiðið sem þarna var auglýst verður haldið í Barmahlíð á Reykhólum miðvikudaginn 17. nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttakendur koma sjálfir með kjötskrokk og verðið er 11.900.- krónur. Enn eru laus eitt til tvö pláss á námskeiðinu. Hægt er að hafa samband við Kristínu í síma 867-3164 til að skrá sig eða Ingvar Samúelsson á Reykhólum. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum í auglýsingunni.