Bridgevertíðin að hefjast - tvímenningur á Nauteyri

Bridgevertíðin er að hefjast, en að venju byrja Strandamenn vetrarstarfið á að spila bridge saman á haustmóti í ágústlok. Að þessu sinni verður haldið mót í Steinshúsi á Nauteyri sunnudaginn 28. ágúst kl. 13:00 og ætla félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur að fjölmenna, brottför frá…

Á Ströndum

Aðsend grein: Bjarni Jónsson, Skagafirði Ég er svo heppinn að hafa alist með afa mínum og ömmu í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þau litu bæði á sig sem hreinræktað Strandafólk – þar ólust þau upp og þangað lágu allar þeirra ættir…

Hadda Borg í Þorpum er Íslandsmeistari í hrútadómum

  Um síðustu helgi fór Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fram á Sauðfjársetri á Ströndum og var mikið um dýrðir. Fjöldi fólks kom þar saman að skoða hrútana, skrafa og skeggræða í dásemdar veðurblíðu. Alls tóku 75 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni og áætlar…

Auglýst eftir menningarfulltrúa Vestfjarða á Hólmavík

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur auglýst laust til umsóknar starf menningarfulltrúa Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík. Um er að ræða fullt starf við stefnumótun, ráðgjöf og þróunarverkefni á sviði menningarstarfs og lista á Vestfjörðum, auk verkefna tengdum Sóknaráætlun Vestfjarða, starfsemi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða…

Réttir á Ströndum

Fjallskilaseðill í Strandabyggð fyrir árið 2016 liggur nú fyrir og aðgengilegur undir þessum tengli á vef sveitarfélagsins Strandabyggðar. Samkvæmt honum verður réttað í Strandabyggð sem hér segir: Skeljavíkurrétt við Hólmavík föstudaginn 9. september kl. 16:00, Staðarrétt í Steingrímsfirði sunnudaginn 11. september kl. 14:00, Kirkjubólsrétt í Tungusveit í…

Prófkjör og kosningar framundan

Nú hafa verið í gangi prófkjör og val á framboðslista hjá ýmsum flokkum og framundan eru kosningar til alþingis í haust. Vefurinn strandir.is mun hugsanlega flytja einhverjar frumsamdar fréttir af þessum kosningum. Vefurinn mun hins vegar EKKI birta tilkynningar stjórnmálaflokka sem sendar eru á marga…

Forritunarnámskeið á Hólmavík

Samtökin Kóder munu halda forritunarnámskeið helgina 26.-28. ágúst í grunnskólanum á Hólmavík. Hægt er að kynna sér samtökin hér. Kennt verða þrjú námskeið: Scratch – 6-9 ára – 27. og 28. ágúst 09:00-12:00 – verð 6.000 kr Python/Minecraft – 9-13…

Ljómandi fallegt veður á Hólmavík

Ljómandi fallegt veður hefur einkennt ágústmánuð á Ströndum. Logn og blíða, hlýtt í veðri og laust við lægðagang. Hólmavíkurlognið er vel þekkt fyrirbæri, enda er þorpið í góðu skjóli í Steingrímsfirðinum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hólmavík í morgun, áður…

Kvöldvaka og sumarslútt hjá Náttúrubarnaskólanum

Föstudagskvöldið 19. ágúst var haldin bráðskemmtileg kvöldvaka Náttúrubarnaskólans í Sævangi, einskonar sumarslútt fyrir náttúrubörn á öllum aldri. Gleðin fór fram á íþróttavellinum þar sem börn og fullorðnir fóru saman í leiki, á pallinum við Sævang þar sem sagðar voru sögur og grillaðar pulsur og niðri í fjöru þar…

Skemmtilegt barnamót HSS í Sævangi

Ágætis mæting var á Barnamót Héraðssambands Strandamanna (HSS) sem haldið var í Sævangi seinnipartinn 18. ágúst í blíðskaparveðri. Keppt var í flokkum 12 ára og yngri og voru þátttakendur alls 35. Allir keppendur fengu þáttökuverðlaun og höfðu gaman af að spreyta…