
Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu við Steingrímsfjörð á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum eða hrútaþukli, eins og gárungarnir á Ströndum segja. Það verður haldið sunnudaginn 18….
Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí nú í sumar. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir…

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík var fyrst haldin árið 2005 og hefur verið árleg skemmtun síðan. Um næstu helgi verða þessi hátíðahöld á dagskránni og fjölmargir viðburðir munu þá eiga sér stað, allt frá fimmtudegi til sunnudags. Stutta útgáfan af dagskránni…

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður í samvinnu við Hugrúnu og Guðmund bændur á Kjarlaksvöllum og verður á Bjarnastöðum í Saurbæ. Röltið verður miðvikudaginn 26. júní kl. 19:30 frá hliðinu að Bjarnastöðum. Rölt verður um landnámsjörð Sléttu-Bjarna,…

Leikfélag Hólmavíkur setti í vetur upp leikritið Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri var Skúli Gautason. Leikarar voru 10 talsins. Leikritið var frumsýnt snemma í apríl og sýnt fjórum sinnum í Sævangi og fékk góðar viðtökur. Í…

Hátíðahöld gengu að óskum á þjóðhátíðardaginn 17. júní á Hólmavík. Farið var í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni og á galdratúninu voru skemmtiatriði. Það er ungmennafélagið Geislinn sem sér um dagskrána á Hólmavík þann 17. júní. Um 100 manns mættu á þjóðhátíðarkaffihlaðborð…

Þýski fræðimaðurinn Matthias Egeler er nú gestafræðimaður hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og dvelur á Ströndum við rannsóknir í hálft ár. Matthias starfar við rannsóknir hjá Stofnun um skandinavísk fræði og trúarbrögð hjá Ludwig-Maximilians háskólanum í München í…

Það er fjör í fuglalífinu á Ströndum þessa dagana. Sumar æðarkollurnar eru komnar með unga, en aðrar er nýbúnar að verpa. Sama gildir um tjaldinn og víða eru líka farnir að sjást gæsar- og álftarungar. Teisturnar verptu snemma í júní…

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður að venju haldinn hátíðlegur á Ströndum. Á Hólmavík stendur Ungmennafélagið Geislinn fyrir skemmtun og byrjar undirbúningur við íþróttamiðstöðina kl. 11:00. Síðan verður farið í skrúðgöngu niður á Galdratún og lagt af stað kl. 11:30. Þar verða…