Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur 2014

Leikfélag Hólmavíkur mun núna fyrir jólin birta leikritið Jóladagatalið á vefnum í leiklesinni útvarps- og netútgáfu. Fyrsti búturinn er kominn á netið og síðan munu þeir birtast einn á dag til jóla. Leikritið Jóladagatalið var samið af félögum í Leikfélagi Hólmavíkur og fyrst sýnt…

Dagskráin í desember 2014

Að venju er mikið um að vera í jólamánuðinum desember á Ströndum. Margvíslegar jólaskemmtanir og viðburðir eru á dagskránni fyrir íbúa á Ströndum og gesti þeirra, jólaböll og tónleikar, skemmtanir og gleði. Hér er birt yfirlit yfir það helsta sem…

Jólabingó á Hólmavík

Árlegt jólabingó verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 21. desember kl. 16:00. Þetta árið sér félagsmiðstöðin Ozon um bingóið. Vinningarnir eru stórglæsilegir og koma flestir frá fyrirtækjum hér á svæðinu. Stuðningur þessara fyrirtækja og stofnanna er ómetanlegur en unga fólkið…

Jólastund í Sævangi

Agnes Jónsdóttir, Sylvía Rós Bjarkadóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir standa fyrir notalegri jólastund á Sauðfjársetrinu í dag, laugardaginn 20. desember. Öll innkoma kvöldsins rennur beint til neyðarhjálpar Unicef gegn ebólu faraldrinum. Það kostar 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri, 500 kr….

Skötuveisla á Café Riis

Árleg skötuveisla Café Riis er haldin í dag, laugardaginn 20. desember. Húsið opnar klukkan 18:30 og er því lofað að blessaður skötuilmurinn nái alla leið inn á Kópnes. Á boðstólum er margvíslegt góðgæti, kæst skata, tindabykkja, siginn fiskur, selspik, hnoðmör og hamsar….

Rafmagnsbilun á Tröllatunguheiði

Rafmagn fór á Ströndum í dag kl 16:45 og kom í ljós að Hólmavíkurlína um Tröllatunguheiði hafði slegið út í spennistöðinni í Geiradal. Ekki tókst á slá henni inn aftur og fór viðgerðaflokkur af stað á snjósleðum á heiðina til…

Jólatónleikar Írisar Bjargar í Sævangi

Íris Björg Guðbjartsdóttir verður með jólatónleika á Sauðfjársetrinu í Sævangi mánudaginn 15. desember kl. 20:00. Þarna verða lög sem flestir þekkja spiluð á ljúfu nótunum. Jólagestir Írisar verða Miðhúsahjónin Viðar og Barbara. Miðaverð 1.500.- fyrir 13 ára og eldri, 800.- fyrir 6-12…

FRESTAÐ: Svavar Knútur á Jólamölinni

Þrettándu tónleikarnir á Mölinni eru jólatónleikar Malarinnar sem verða haldnir í þriðja sinn þriðjudagskvöldið 16. desember á Malarkaffi. Að þessu sinni mun söngvaskáldið geðþekka Svavar Knútur heiðra Strandamenn og -konur með nærveru sinni og flytja jólalög, eigin og annarra í…

Söngvakeppnin SamVest í Ozon

Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík stendur fyrir söngvakeppni Samvest á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 9. desember og hefst skemmtunin kl. 20:00. Þarna ætla krakkarnir í Ozon að flytja tónlistaratriði sem keppa sín á milli um að komast á Vestfjarðakeppi SamVest síðar í…

Jólatónleikar Lóuþræla á Borðeyri

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri fimmtudaginn 11. desember kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 17. desember kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvari er Úlfar Trausti Þórðarson. Kynnir er sr. Magnús…

Kvennakórinn Norðurljós með kökubasar

Föstudaginn 12. desember verður kökubasar í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík sem Kvennakórinn Norðurljós stendur fyrir. Kökubasarinn stendur frá klukkan 15:000 og þar til birgðir klárast. Strandamenn eru hvattir til að gera að kaupa eitthvað gómsætt fyrir jólin, allskonar hnallþórur, kökur og brauð.