Forritunarnámskeið á Hólmavík

Samtökin Kóder munu halda forritunarnámskeið helgina 26.-28. ágúst í grunnskólanum á Hólmavík. Hægt er að kynna sér samtökin hér. Kennt verða þrjú námskeið: Scratch – 6-9 ára – 27. og 28. ágúst 09:00-12:00 – verð 6.000 kr Python/Minecraft – 9-13…

Draugasaga sýnd í Sævangi og á Act Alone

Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðastliðið haust verður nú sýndur einu sinni enn og líklega í síðasta skipti á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, laugardaginn 13. ágúst kl. 22. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi og tekur sýningin klukkustund. Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur…

Íslandsmótið í hrútadómum á Sauðfjársetrinu sunnudaginn 21. ágúst

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 21. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er…

Ómar Ragnarsson og Lína langsokkur á Ólafsdalshátíð

Hin árlega Ólafsdalshátíð verður að þessu sinni haldin laugardaginn 6. ágúst 2016. Að hátíðinni er ókeypis aðgangur og skemmtiatriði, happdrætti, fróðleikur, markaður og málverkasýningar eru á dagskránni. Sjálf hátíðardagskráin hefst kl. 13:00, en markaðurinn opnar kl. 12:00 og um morguninn er…

Ung kona fótbrotnaði við klettaklifur

Ung kona fótbrotnaði illa í gærkveldi í grennd við Krossnes í Árneshreppi. Hún hafði verið þar við klettaklifur. Björgunarsveitarmenn úr Strandasól komu konunni til aðstoðar og hlúðu að henni þangað til sjúkrabíll frá Hólmavík kom á vettvang, en um einn og hálfan tíma tekur að aka…

Héraðsmót HSS á föstudag

Héraðsmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) í frjálsum íþróttum verður haldið á Sævangsvelli föstudaginn 22. júlí og hefst það kl. 16:00. Það var áður á dagskrá 10. júlí, en þá varð vegurinn í og úr Árneshreppi ófær. Elísabet Kristmundsdóttir tekur við skráningum á netfanginu framkvhss@mail.com, en þeir sem…

Bætt fjarskipti í Árneshreppi

Samkvæmt frétt á ruv.is er nú verið að ljúka við að koma upp nýjum fjarskiptasendum á Finnbogastaðafjalli í Árneshreppi. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjár vikur og er stefnt að verklokum í dag. Þarna verða sendar fyrir 4G farsíma-…

Lærið að gera jurtaseiði

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum stendur fyrir jurtanámskeiði fyrir fullorðna miðvikudaginn 20. júlí kl. 19:30-22:30 í Sævangi. Þar munu þátttakendur fræðast um notkun plantna á fyrri tímum og hvernig er best að bera sig að við tínslu þeirra og varðveislu. Á námskeiðinu verða búin til fjögur mismunandi…

Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fengu menningarverðlaun

Menningarverðlaun Strandabyggðar voru afhent á dögunum á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt og þetta árið Sauðfjársetur á Ströndum verðlaunin og farandgripinn Lóuna til varðveislu. Sauðfjársetrið hefur áður fengið menningarverðlaunin árið 2013 og sérstaka viðurkenningu í tengslum…

Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Norðurfirði

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson er á leiðinni í Árneshrepp á Ströndum og ætlar að halda tónleika á Kaffi Norðurfirði laugardaginn 16. júlí. Hefjast tónleikarnir klukkan 21:00 og aðgangseyri er kr. 2.500.- Eldhúsið á kaffihúsinu lokar því kl. 19 þennan dag og gert tilbúið fyrir tónleikana.