Endurbygging furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn boðin út

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur óskað eftir tilboðum í verkið Kokkálsvíkurhöfn, endurbygging furubryggju. Verkið felst í að endurbyggja um 12 metra furubryggju. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2015. Útboðsgögn eru seld hjá Vegagerðinni í…

Míla bauð lægst í fyrri áfanga ljósleiðarahringtengingu Vestfjarða

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun í verkefnið ljósleiðarahringtenging Vestfjarða, en þar er um að ræða fyrri áfanga hringtengingar þar sem ljósleiðari verður lagður frá Hrútafjarðarbotni til Hólmavíkur. Fyrirhugað er að ráðast í síðari hluta verkefnisins á næsta ári…

Tilboð í Gjögurflugvöll opnuð

Tilboð í viðamiklar umbætur og framkvæmdir við Gjögurflugvöll þar sem meðal annars á að leggja bundið slitlag á flugbrautina voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Á opnunarfundinum voru lesin upp nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæð, en þrjú tilboð bárust í verkið….

Minnisvarði um Spánverjavígin afhjúpaður

Baskavinafélagið á Íslandi stendur að afhjúpun minnisvarða um Spánverjavígin við Galdrasafnið á Hólmavík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13:00 og eru allir hjartanlega velkomnir á athöfnina. 400 ár eru nú á þessu ári liðin frá þeim voðaverkum. Stutt ávörp verða flutt við…

Framkvæmdir við Gjögurflugvöll boðnar út

Ríkiskaup hefur auglýst útboð á verkefni við endurbætur og lagningu bundins slitlags á flugbrautina á Gjögurflugvelli. Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 fermetra….

Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum og Snæfellsnes boðin út

Auglýst hefur verið á vef Ríkiskaupa útboð á fyrri áfanga við hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Einnig er boðin út hringtenging Snæfellsness. Ríkiskaup stendur fyrir útboðinu, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs sem áformar að gera samning við þann sem á hagkvæmasta tilboðið og uppfyllir hæfniskröfur. Sá aðili…

Fundur um stefnu og framtíðarsýn í ferðamálum

Boðað er til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu, miðvikudaginn 11. mars, kl 15:00-17:00 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir…

Þakkir frá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar

Vefnum strandir.is hefur borist svohljóðandi bréf, undirritað af Birnu Lárusdóttur, fyrir hönd Barna- og unglingaráðs KFÍ: „Körfukattleiksfélag Ísafjarðar sent iðkendur sína á stærsta körfuboltamót landsins, Nettómótið í Reykjanesbæ, sem fram fer fyrstu helgina í mars ár hvert. Síðastliðin þrjú mót hefur…

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Sweeney Todd

Leikfélag Hólmavíkur hefur undanfarnar vikur æft af kappi leikritið Sweeney Todd – morðóði rakarinn við Hafnargötuna. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson. Verkið verður frumsýnt á Hörmungardögum laugardagskvöldið 21. febrúar kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Næstu sýningar verða svo mánudaginn 23. febrúar…

Dagskrá Hörmungardaga á Hólmavík

Nú um helgina er hátíðin Hörmungardagar á Hólmavík haldin annan veturinn í röð og er það sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir gleðskapnum. Hugmyndin er í og með að skapa ákveðið mótvægi við Hamingjudaga sem haldnir hafa verið á sumri hverju í áraraðir. Í…