Kvennakórinn Norðurljós syngur á 1. maí

Kvennakórinn Norðurljós heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 1. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikunum er síðan fylgt eftir með veglegu kaffihlaðborði í félagsheimilinu á Hólmavík og er það að venju innifalið í miðaverði. Tónleikarnir hefjast kl. 14:00 og er efnisdagskráin létt og skemmtileg….

Grátrana heimsækir Strandir

Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum var á ferðinni norður í Kolbeinsvík snemma í morgun, þann 1. maí, rétt norðan við Spenann sem skilur á milli Kaldrananeshrepps og Árneshrepps. Þar var þá flækingsfugl staddur, svokölluð grátrana, sem er fremur sjaldséður gestur á Ströndum. Að sögn Guðbrandar var grátranan róleg,…

Umsóknarfrestur í vinnuskóla Strandabyggðar að renna út

Frestur til að sækja um í Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2016 rennur út þann 2. maí, en ungmenni fædd á árabilinu 1999-2003 sem eiga foreldri eða forráðamann með skráð lögheimili í Strandabyggð geta sótt þar um vinnu. Framboð á vinnu fer eftir…

Góð þátttaka í Sævangshlaupi

Fín þátttaka var í Sævangshlaupinu sem Hlaupahópurinn Margfætlurnar á Hólmavík stóð fyrir í morgun. Hlaupið var frá íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, rúmlega 11 kílómetra leið, og út í Sævang og tóku alls 13 manns þátt í hlaupinu. Á Sauðfjársetrinu í Sævangi var…

Héraðsmót í bridge í Árneshreppi

Héraðsmót HSS í bridge var haldið í dag í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar mættu félagar úr Bridgefélagi Hólmavíkur og spiluðu tvímenning við heimamenn á fimm borðum. Spilamennskan gekk ljómandi vel, en í fyrsta sæti urðu félagarnir Ingimundur Pálsson á Hólmavík…

Kvikmyndatökur við Kotbýli kuklarans

Það var líf og fjör við Kotbýli kuklarans á Laugarhóli í Bjarnarfirði á miðvikudaginn. Þá fóru þar fram kvikmyndatökur vegna heimildamyndarinnar Baskavígin 1615 sem er viðamikið samstarfsverkefni spænskra og íslenskra aðila. Það er baskneskt kvikmyndafyrirtæki sem heitir Old Port Films sem stendur…

Daðrað við Sjeikspír - kaffileikhús á Café Riis

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Daðrað við Sjeikspír að kvöldi 1. maí á Café Riis á Hólmavík. Um er að ræða sýningu að hætti kaffileikhúsa, gestir sitja við borð og geta jafnvel sötrað á einhverju svalandi. Í ár eru liðin 400 ár frá…

Kvöldsól á Ströndum

Kvöldsólin setur oft skemmtilegan svip á himin og haf á Ströndum. Hér er sólin að hverfa á bak við Kálfanesfjallið, séð frá Kirkjubóli. Félagsheimilið Sævangur og Orrustutanginn er í forgrunni á myndinni. Þessi ljósmynd er svokölluð „nofilter“ mynd, þ.e. að…

Fundað um svæðisskipulag í Tjarnarlundi

Á þriðjudaginn var haldinn opinn fundur fyrir íbúa í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi, í tengslum við undirbúning fyrir gerð sameiginlegs svæðisskipulags fyrir þessi þrjú sveitarfélög. Ágæt mæting var á fundinn, en þar voru um 30 manns, auk fulltrúa frá fyrirtækinu…

Viktoría Rán nýr kaupfélagsstjóri á Hólmavík

Á Facebooksíðu Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík kemur fram að Viktoría Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin nýr kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Þar segir ennfremur: „Viktoría er Strandamaður, ólst að mestu upp á Svanshóli í Bjarnarfirði, utan þriggja bernskuára í Noregi. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu…