Strandamenn á leið á Þjóðleikshátíð á Ísafirði

Verkefnið Þjóðleikur er heilmikið leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem fer fram í samvinnu Þjóðleikhússins við menningarráð, leikfélög og skóla og marga aðra aðila um land allt. Nú um helgina verður Þjóðleikshátíð á Ísafirði í Edinborgarhúsinu laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10….

Tilboð í endurbyggingu furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn opnuð

Tilboð í endurbyggingu furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn voru opnuð 5. maí 2015, en sveitarstjórn Kaldrananeshrepps óskaði eftir tilboðum í verkið sem felst í að endurbyggja um 12 m furubryggju. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 18,5 milljónir. Eitt tilboð barst í verkefnið…

Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, í Hólmavíkurkirkju 15. maí

Föstudaginn 15. maí næstkomandi kl. 20 verða Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur með söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju. Kórinn er að halda upp á 50 ára afmæli með söngferð til Vestfjarða og Stranda, en stofnandi kórs eldri félaga var Sigurður Þórðarson frá Gerðhömrum…

Útskriftarferðin og Hlauptu, týnstu! - Lokasýning á Hólmavík

Undanfarnar vikur hafa tveir hópar af ungmennum á Ströndum æft og sýnt ný íslensk unglingaleikrit sem eru hluti af stóru verkefni sem heitir Þjóðleikur. Nú er komið að lokasýningu á Hólmavík, en hún verður haldin fimmtudaginn 7. mars kl. 20:00. Miðaverð er 1.500.-…

Vortónleikar Grunnskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir miðvikudaginn 6. maí klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur leika og syngja eins og þeim einum er lagið. Tónskólinn lýkur þar með vetrarstarfi sínu, en útskrift tónlistarnemenda frá tónskólanum verður á skólaslitum Grunnskólans á Hólmavík og…

Kynningarfundur um skólastefnu Strandabyggðar

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar hefur boðað íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur í dag, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00-18:30. Fundarefnið er Skólastefna Strandabyggðar, helstu áherslur í skólastarfinu. Fyrir fundinum liggja drög að nýrri skólastefnu Strandabyggðar. Áhugasamir eru beðnir…

Vinnustofur um styrkumsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Nú styttist í að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða renni út, en hægt er að sækja um styrki til og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu Fjórðungssambands Vestfjarða segir að mikilvægt sé að undirbúa umsóknir vel til að árangur náist. Því…

Vortónleikar Norðurljósa 1. maí

Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. maí kl. 14.00. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleikari er Viðar Guðmundsson. Að tónleikum loknum verður veglegt kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík sem er innifalið í miðaverði sem er 2500 fyrir fullorðna og 1500…

Míla bauð lægst í fyrri áfanga ljósleiðarahringtengingu Vestfjarða

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun í verkefnið ljósleiðarahringtenging Vestfjarða, en þar er um að ræða fyrri áfanga hringtengingar þar sem ljósleiðari verður lagður frá Hrútafjarðarbotni til Hólmavíkur. Fyrirhugað er að ráðast í síðari hluta verkefnisins á næsta ári…

Endurbygging furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn boðin út

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur óskað eftir tilboðum í verkið Kokkálsvíkurhöfn, endurbygging furubryggju. Verkið felst í að endurbyggja um 12 metra furubryggju. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2015. Útboðsgögn eru seld hjá Vegagerðinni í…