Íbúafundur um hitaveitu á Hólmavík

Miðvikudaginn 3. febrúar verður blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík sem ber yfirskriftina Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík. Strandabyggð stendur fyrir fundinum, en María Maack verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur verða með kynningar. María Maack gerir grein fyrir lögum um hitaveitur…

Sauðfjársetrið á Eyrarrósarlistanum 2016

Sauðfjársetur á Ströndum er í hópi þeirra tíu framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar sem eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar á þessu ári. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og…

Eldur í Hótel Ljósalandi í morgun

Eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósalands á Skriðulandi í Saurbæ í Dölum í nótt. Slökkviliðsmenn frá Strandabyggð, Reykhólahreppi og Dalabyggð fóru á staðinn að slökkva eldinn, en útkall barst um sex í morgun. Engin slys urðu á fólki. Þetta kemur…

Tvö þorrablót á Ströndum: Hólmavík og Drangsnesi

Ekki færri en tvö stór þorrablót verða haldin á Ströndum laugardagskvöldið 30. janúar 2016, en þá verður þorraveisla bæði á Hólmavík og Drangsnesi og ball á eftir á báðum stöðum. Það má því búast við lífi og fjöri á Ströndum…

Íþróttamaður eða íþróttakona ársins valin í Strandabyggð

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar óskar nú eftir tilnefningum fyrir íþróttamann eða íþróttakonu ársins í Strandabyggð árið 2015. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en sunnudaginn 10. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að…

Vefurinn Litlihjalli.is hættur

Í tilkynningu á vefnum Litlihjalli.is kemur fram að Jón Guðbjörn Guðjónsson vefstjóri og eigandi vefjarins hyggst loka vefnum og hætta fréttaskrifum nú um áramótin, en hann hefur í mörg ár verið ötull við að skrifa þar fréttir úr Árneshreppi. Í…

Bestu áramótakveðjur frá strandir.is

Vefurinn strandir.is óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir allt gamalt og gott.

Álagabletturinn Bolli á Brunngili

Víða um land eru þekktir álagablettir í landslaginu sem margvísleg þjóðtrú er tengd. Sögur eru sagðar af bannhelgi sem fylgir þessum stöðum, ekki mátti raska þeim, vera þar með ólæti eða grjótkast og oft mátti ekki slá á þeim grasið. Þjóðtrú og þjóðsagnamyndun fylgir…

Áramótateiti á Café Riis

Opið verður á Café Riis á Hólmavík eftir að nýja árið er gengið í garð og þar verður haldið veglegt áramótateiti. Húsið opnar þegar hálftími er liðinn af nýja árinu, klukkan 00:30, og verður opið fram eftir nóttu. Strandamönnum og nærsveitungum…

Áramótabrennur á Hólmavík og Drangsnesi

Það er hefð hér á landi að halda áramótabrennu til að kveðja gamla árið og skjóta síðan upp flugeldum í gríð og erg á miðnætti. Á Ströndum eru að þessu sinni og að venju tvær brennur á gamlársdag, á Mýrarholti á Drangsnesi kl. 18:00 og við Skeljavíkurrétt utan við Hólmavík…