Jóladagatal Leikfélags Hólmavíkur 2014

Leikfélag Hólmavíkur mun núna fyrir jólin birta leikritið Jóladagatalið á vefnum í leiklesinni útvarps- og netútgáfu. Fyrsti búturinn er kominn á netið og síðan munu þeir birtast einn á dag til jóla. Leikritið Jóladagatalið var samið af félögum í Leikfélagi Hólmavíkur og fyrst sýnt…

Dagskráin í desember 2014

Að venju er mikið um að vera í jólamánuðinum desember á Ströndum. Margvíslegar jólaskemmtanir og viðburðir eru á dagskránni fyrir íbúa á Ströndum og gesti þeirra, jólaböll og tónleikar, skemmtanir og gleði. Hér er birt yfirlit yfir það helsta sem…

Auglýst eftir leikurum og sviðsfólki

Leikfélag Hólmavíkur er sannarlega ekki við eina fjölina fellt og sífellt er eitthvað skemmtilegt í gangi á því heimili. Nú er komið að stóru sýningu leikársins og hefur Leikfélagið auglýst eftir áhugasömum leikurum og sviðsfólki til að taka þátt í uppsetningu á…

Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði á dagskrá

Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði virðist komin á dagskrá. Í fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var nú í desember er gerð tillaga um 300 milljóna tímabundið framlag til fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun. Í henni eru m.a. sett fram töluleg markmið um ljósleiðaravæðingu og uppbyggingu…

Framkvæmdir á Gjögurflugvelli á næsta ári

Samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi verða nokkrar framkvæmdir á Gjögurflugvelli á árinu 2015. Á fjárlagaliðnum Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta er ráðstafað 500 milljónum og tekin fram ýmis verkefni sem sinna á. Þar á meðal er endurnýjun flugleiðsögubúnaðar á flugvellinum á Gjögri og sömuleiðis…

Rafmagnsleysi í hluta Árneshrepps

Á vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að í nótt fór rafmagn af í Djúpi og hluta Árneshrepps, norðan við Bæ í Trékyllisvík. Vitað er um brotinn staur á línunni að Munaðarnesi, en eitthvað fleira virðist vera bilað, samkvæmt fréttavefnum litlihjalli.is. Vinnuflokkur frá Hólmavík…

Jólabingó á Hólmavík

Árlegt jólabingó verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 21. desember kl. 16:00. Þetta árið sér félagsmiðstöðin Ozon um bingóið. Vinningarnir eru stórglæsilegir og koma flestir frá fyrirtækjum hér á svæðinu. Stuðningur þessara fyrirtækja og stofnanna er ómetanlegur en unga fólkið…

Jólastund í Sævangi

Agnes Jónsdóttir, Sylvía Rós Bjarkadóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir standa fyrir notalegri jólastund á Sauðfjársetrinu í dag, laugardaginn 20. desember. Öll innkoma kvöldsins rennur beint til neyðarhjálpar Unicef gegn ebólu faraldrinum. Það kostar 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri, 500 kr….

Skötuveisla á Café Riis

Árleg skötuveisla Café Riis er haldin í dag, laugardaginn 20. desember. Húsið opnar klukkan 18:30 og er því lofað að blessaður skötuilmurinn nái alla leið inn á Kópnes. Á boðstólum er margvíslegt góðgæti, kæst skata, tindabykkja, siginn fiskur, selspik, hnoðmör og hamsar….

Rafmagnsbilun á Tröllatunguheiði

Rafmagn fór á Ströndum í dag kl 16:45 og kom í ljós að Hólmavíkurlína um Tröllatunguheiði hafði slegið út í spennistöðinni í Geiradal. Ekki tókst á slá henni inn aftur og fór viðgerðaflokkur af stað á snjósleðum á heiðina til…

Jólatónleikar Írisar Bjargar í Sævangi

Íris Björg Guðbjartsdóttir verður með jólatónleika á Sauðfjársetrinu í Sævangi mánudaginn 15. desember kl. 20:00. Þarna verða lög sem flestir þekkja spiluð á ljúfu nótunum. Jólagestir Írisar verða Miðhúsahjónin Viðar og Barbara. Miðaverð 1.500.- fyrir 13 ára og eldri, 800.- fyrir 6-12…

FRESTAÐ: Svavar Knútur á Jólamölinni

Þrettándu tónleikarnir á Mölinni eru jólatónleikar Malarinnar sem verða haldnir í þriðja sinn þriðjudagskvöldið 16. desember á Malarkaffi. Að þessu sinni mun söngvaskáldið geðþekka Svavar Knútur heiðra Strandamenn og -konur með nærveru sinni og flytja jólalög, eigin og annarra í…