Hrútaþukl, happdrætti og ný sögusýning á Sauðfjársetrinu

Það verður mikið um dýrðir á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum um helgina, en á laugardaginn er árleg keppni fyrir bæði vana og óvana keppendur í hrútadómum og þukli. Einnig er efnt til veglegs lambahappdrættis þar fimm gæðagripir á fæti –…

Eiríkur nýr umsjónarmaður með dreifnáminu

Eiríkur Valdimarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður dreifnámsins á Hólmavík í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, sem tekið hefur við starfi skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. Dreifnámið eða framhaldsskóladeildin á Hólmavík tók til starfa síðasta haust og eru kennd tvö fyrstu árin í framhaldsskóla í…

Kaffidagur á Sauðfjársetrinu og Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon

Nú eru síðustu forvöð að sjá sögusýninguna Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon á Hólmavík, en sú sýning hefur verið uppi í sérsýningarherbergi á Sauðfjársetrinu í Sævangi frá því á 10 ára afmæli Sauðfjársetursins 23. júní 2012. Hægt verður að skoða sýninguna um…

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 10. ágúst

Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir í Ólafsdal við Gilsfjörð, en þá er haldin árleg Ólafsdalshátíð, fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda. Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er happdrætti Ólafsdalsfélagsins, leikritið Hrói höttur flutt af Leikhópnum Lottu…

Sumarfríið á strandir.is að baki

Vefurinn strandir.is hefur verið í ljómandi vel heppnuðu sumarfríi síðustu vikur, en mun nú með haustinu flytja að nýju fréttir og tilkynningar um mannlíf og menningu á Ströndum. Margt er um að vera að venju og margvíslegt myndefni stendur til…

Mögnuð Jónsmessunótt á Galdrasafninu

  Framundan er töfrum þrungin stund á Galdrasafninu á Hólmavík, en eins og allir vita gerist margt sérkennilegt á Jónsmessunótt sem er framundan. Kýrnar tala mannamál, óskasteinar fljóta upp í tjörnum og sjó, töfrajurtir verða sérlega áhrifamiklar og það er…

Gönguferð og blómagreining á Degi hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma er sunnudaginn 15. júní næstkomandi og á Ströndum verður farið í hefðbundna gönguferð með blómaskoðun. Farið verður frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, 12 km sunnan Hólmavíkur, kl. 13:30 og genginn Kirkjubólshringurinn (4,8 km, hækkun 220 m). Gangan er…

Hver að verða síðastur að sækja um menningarstyrki

Umsóknarfrestur til Menningarráðs Vestfjarða rennur út á miðnætti föstudaginn 13. júní, þannig að nú er hver að verða síðastur að senda inn umsókn. Hægt er að sækja um styrki í tveimur flokkum, annars vegar verkefnastyrki til afmarkaðra menningarverkefna og hins…

Sumarmölin - tónlistarhátíð á Drangsnesi

Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní næstkomandi. Þar koma fram Moses Hightower, Samarais, Púsl, Sin Fang, Prins Póló, Borgo og Futuregrapher og Hermigervill. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta…

Evrópsk kvikmyndahátíð á Hólmavík

Í júní efna Evrópustofa og Bíó Paradís til evrópskrar kvikmyndahátíðar hringinn í kringum landið. Hólmavík verður heimsótt þriðjudaginn 3. júní og í boði verða þrjár bíósýningar í Félagsheimilinu og er ókeypis aðgangur að þeim öllum. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna…