Viðamikil umfjöllun um Hvalárvirkjun á mbl.is

Um helgina birtist viðamikil og vönduð úttekt Sunnu Óskar Logadóttur blaðamanns Morgunblaðsins á fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum og ólíkum viðhorfum íbúa í Árneshreppi til hennar og stöðuna í byggðamálum í hreppnum. Greinarnar eru hluti af flokki sem ber…

Fundað um svæðisskipulag - Hólmavík 12. okt

Hér njótum við hlunninda er lykilsetning í tillögu að sameiginlegu svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem birt hefur verið á verkefnisvefnum www.samtakamattur.is. Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar með áherslu á nýtingu sérkenna og auðlinda…

Gönguferð út á Stiga

Sunnudaginn 8. október kl. 13 verður í boði gönguferð í tilefni af Evrópsku menningarminjadögunum 2017. Það er Einar Ísaksson minjavörður Vestfjarða sem leiðir göngu frá gamla bænum á Broddadalsá út á Stiga að leiði Brodda. Farið verður yfir sögusagnirnar um…

Fræðsla um einelti og neikvæð samskipti

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands heldur fund á Hólmavík í dag, miðvikudaginn 6. september. Sérsvið hennar er einelti, tómstunda- og leiðtogafræði. Hún hittir alla nemendur grunnskólans á Hólmavík, foreldra og starfsfólk grunnskóla, tómstunda og íþróttastarfs. Vanda…

Brúin yfir Bjarnarfjarðará boðin út

Vegagerðin hefur nú óskað eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Bjarnarfjarðará á Strandavegi í Strandasýslu. Nýja brúin verður lítið eitt ofar en núverandi brú á ánni, 50 metra löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 25 m löngum höfum. Hún…

Teista friðuð fyrir skotveiðum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur með reglugerð friðað teistu fyrir skotveiðum. Ákvörðunin um friðun sem tekur gildi 1. september er tekin á grundvelli umsagna frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnunar. Teista er grunnsævisfugl sem telst til svartfugla og verpir í klettagjótum, urðum og…

Hugmyndafundur um Vestfirði utan háannar

Markaðsstofa Vestfjarða verður með hugmyndafund á Hólmavík fimmtudaginn 31. ágúst. Fundurinn er hluti af verkefni sem snýr að því að útbúa ferðapakka sem í boði væru á Vestfjörðum utan háannar og er ætlað að efla heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum. Á fundinum…

Kaldrananeshreppur ályktar um sauðfjárbúskap

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt samhljóða ályktun vegna lækkunar á afurðaverði til bænda. Í ályktuninni er lýst yfir þungum áhyggjum af lækkunum á greiðslum til sauðfjárbænda fyrir afurðir þeirra og áhrif þess á rekstrargrundvöll búanna og byggð í landinu. Ályktunin hljóðar…

Bátur brann á Norðurfirði í nótt

Eldur kviknaði í sjö tonna plastbáti í höfninni í Norðurfirði í Árneshreppi í nótt, Eyjólfi Ólafssyni HU-100. Vart varð við eldinn fyrir klukkan sex í morgun. Aðstoð barst frá Slökkviliði Strandabyggðar á Hólmavík sem slökkti eldinn, en báturinn er gjörónýtur…

Brúin yfir Bjarnarfjarðará

Nú er búið að leggja fyrri umferðina af bundnu slitlagi á nýja veginn um Bjarnarfjarðarháls og er mikill munur að aka þar um breiðan og blindhæðalausan veg. Það hefur staðið nokkuð á fjármagni í brúarsmíði yfir Bjarnarfjarðará til að fullkomna…