Íþróttahátíðinni frestað til 30. jan.

Íþróttahátíðinni sem halda átti á Hólmavík í dag hefur verið frestað til 30. janúar vegna veikinda.

Íþróttahátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 16. janúar klukkan 18:00 – 20:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar bregða nemendur á leik í ýmsum íþróttum og bjóða foreldrum að taka þátt. Upplýst verður um niðurstöðu í vali Íþróttamanns Strandabyggðar 2016 og…

Ferðalag um Strandir 1903

Hér er birtur á strandir.is hluti af langri og skemmtilegri grein þar sem segir af ferðalagi um Strandir. Greinin heitir För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903 og er merkt P.Z. Hún birtist í Þjóðólfi árið 1904. Sá hluti sem…

Gleðilegt nýtt ár!
Flugeldasala og áramótabrenna á Hólmavík

Flugeldasalan er hafin hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og er að venju til húsa í Rósubúð, Höfðagötu 9 á Hólmavík (gengið inn að aftan). Flugeldasalan verður opin sem hér segir: Fimmtudag 29. des. kl. 15-20, föstudag 30. des. kl. 15-22 og gamlársdag kl. 10-15….

Flugeldasala á Drangsnesi

Flugeldasala er ein af fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna í landinu og líka á Ströndum. Þetta kemur fram í áhugaverðu útvarpsviðtali við Ingólf Árna Haraldsson formann Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi í morgun (byrjar á mín. 6:50). Opnunartími flugeldasölu sveitarinnar á Drangsnesi fyrir áramótin eru eftirfarandi: Fimmtudaginn 29. des….

Félagsvist í Tjarnarlundi 30. desember

Félagsvist verður haldin í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum, föstudaginn 30. desember og hefst spilamennskan kl. 20:o0. Þátttökugjaldið er kr. 700 og minnt er á að ekki er posi á staðnum. Sjoppa verður opin í hléinu. Strandamenn hafa oft fjölmennt á spilavist…

Haftyrðlar finnast víða á Ströndum

Síðustu daga hafa fundist hraktir haftyrðlar víða á Ströndum, m.a. í Kollafirði, Steingrímsfirði og Bjarnarfirði. Þeir eru ekki lengur varpfuglar við Ísland, en verptu í Grímsey (ekki þeirri á Steingrímsfirði) fram undir aldamótin síðustu. Með hlýnandi veðurfari virðast þeir hafa…

Umsóknarfrestur um byggðakvóta til 2. janúar

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir ýmis byggðalög, þar á meðal Strandabyggð og Árneshrepp skv. reglugerð nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016-2017. Vísað er til sérstakra reglna sem settar hafa verið af sveitarstjórnum í…

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og er umsóknarfrestur til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2017. Umsóknarferlið fer fram rafrænt að þessu sinni og er hægt að vista umsókn og vinna í henni að vild þar til fresti lýkur….