Lokasýningar á Skilaboðaskjóðunni á Hólmavík

Lokasýningar á Skilaboðaskjóðunni sem er samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík verða nú um páskahelgina. Tvær sýningar verða í félagsheimilinu á Hólmavík, sú fyrri á páskadag kl. 19:00 og sú seinni á annan í páskum kl. 14:00….

Tónleikar í Bragganum á Hólmavík

Á laugardagskvöldið verða tónleikar með Heiðu Ólafs, Snorra Snorrasyni og gítarleikaranum Franz Gunnarssyni úr hljómsveitum eins og Ensími og Dr. Spock í Bragganum á Hólmavík. Leikin verður góð blanda laga úr öllum áttum og jafnvel að örfá frumsamin fái að…

Guðsþjónustur á Ströndum um páskana

Í dreifibréfi frá Hólmavíkurprestakalli kemur fram að guðsþjónustur verða í flestum kirkjum á Ströndum um páskana. Á skírdag verður guðsþjónusta í Óspakseyrarkirkju kl. 11:00. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta í Árneskirkju kl. 13:0 og í Kollafjarðarneskirkju kl. 17:00. Á laugardaginn…

Innblástur frá Ströndum

Vigdís Gímsdóttir rithöfundur hefur löngum dvalið í Norðurfirði á Ströndum við skrif sín. Í fyrrasumar tók hún á móti hópi ritlistarnema úr Háskóla Íslands í nokkurs konar vinnusmiðju. Nú eru þessir ritlistarnemar að gefa út bók með verkum sínum sem…

Félagsvist í Tjarnarlundi á skírdag

Hið árlega spilakvöld um páskana verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl, og hefst spilamennskan klukkan 20:00. Þátttökugjaldið er 700 krónur og að auki er sjoppa og posi á staðnum. Það er nemendafélag Auðarskóla í Dölum sem stendur…

Bergsveinn og Geirmundur í Tjarnarlundi

Bergsveinn Birgisson mun verða með erindi miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 í Tjarnarlundi í Saurbæ um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn og bók sína Den svarte vikingen. Geirmundur heljarskinn var konungssonur frá Rogalandi, fór í víking til Írlands og Bjarmalands (N-Rússland) og…

Páskabingó á Hólmavík

Á sunnudaginn næstkomandi, þann 13. apríl kl. 16:00, verður haldið páskaeggjabingó á Hólmavík. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir bingóinu og eru m.a. páskaegg af margvíslegum gerðum og stærðum í vinninga. Allir eru hjartanlega…

Draumur um Nínu á Drangsnesi

Árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 11. apríl og hefst skemmtunin kl. 19:00 í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Sýndur verður söngleikurinn Draumur um Nínu, auk þess sem leikskólinn Krakkaborg mun stíga á stokk. Hið margrómaða…

Hljómsveitin Eva spilar á Mölinni á Drangsnesi

Tíundu tónleikar Malarinnar fara fram laugardagskvöldið 12. apríl. Þar kemur fram Hljómsveitin Eva sem hefur á undanförnum mánuðum getið sér gott orð fyrir skemmtilega tónlist, hnyttna texta og lifandi sviðsframkomu. Hljómsveitina skipa þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir…

Söngbræður skemmta á Hólmavík

Karlakórinn Söngbræður heldur söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 11. apríl 2014 og hefst dagskráin kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er  Viðar Guðmundsson tónlistarmaður og bóndi í Miðhúsum og meðleikari er Heimir Klemenzson. Miðaverð á tónleikana er kr. 3.000.- og frítt fyrir börn….