Súpufundur: Landið undir Drangajökli og þróun jökulsins frá 1946

Í vetur verða haldnir súpufundir þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki eru kynnt, vísindi og verkefni, fróðleikur og fræði. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis föstudaginn 21. okt. og hefst kl. 12:10, kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans í…

Sviðaveisla í Sævangi á laugardag

Árleg sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 22. október. Á boðstólum verða heit svið, reykt og söltuð, heitar sviðalappir og sviðasulta. Blóðgrautur, rabarbaragrautur og frómas eru síðan í eftirrétt. Skemmtiatriði, söngur og sprell verða einnig á dagskránni…

Árneshreppur mætir sveitarfélaginu Garði í Útsvarinu

Árneshreppur á Ströndum tekur þátt í spurningakeppni sveitarfélaga hjá Ríkisútvarpinu og hefur keppni í Útsvarinu nú á föstudagskvöldið 23. september kl. 20:00. Lið Árneshrepps er skipað Birnu Hjaltadóttur frá Bæ, Guðmundi Björnssyni Melum og Arnari H. Ágústssyni Steinstúni. Símavinur liðsins verður Hrafn Jökulsson…

Skil á efni í List á Vestfjörðum

Næsta tölublað List á Vestfjörðum er í vinnslu og ráðgert er að það komi út í byrjun október. Eins og vanalega er margt að gerast í þeim menningarríka fjórðungi sem Vestfirðir eru og má því eiga von á stórkemmtilegu blaði. Ritstjóri…

Varað við vatnsveðri

Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vara við talsverðri rigningu og stífri norðanátt austantil á landinu í nótt. Þá er búist við mikilli úrkomu á Norðurlandi og Ströndum á morgun, einkum í Árneshreppi ef marka má úrkomuspákort Veðurstofunnar. Þeim tilmælum er beint…

Vinna Vestfjarðarnefndar kynnt á Fjórðungsþingi

  Ágúst B. Garðarsson, formaður nefndar um aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði (Vestfjarðanefnd) og aðstoðarmaður forsætisráðherra, mun að beiðni stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga kynna starf nefndarinnar fyrir Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í dag. Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórn FV fagnar því að nefndin geti á…

Nýtt rannsóknasetur Háskóla Íslands stofnað á Ströndum

Nýtt rannsóknasetur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa, hefur verið sett á laggirnar. Rannsóknir í þjóðfræði verða þar í öndvegi og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Rannsóknasetrið er staðsett á Hólmavík. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum…

Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga hefst í dag á Hólmavík

Fyrsta Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík 9.-10. september og hefst um hádegisbilið í dag. Búist er við því að um 70 manns mæti á þingið á vegum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá FV segir: „Dagskrá þingsins…

Heimili og skóli - kynning fyrir foreldra á Hólmavík

Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september og hefst klukkan 18:00. Allir eru velkomnir á kynninguna. Heimili og skóli eru landssamtök foreldra og má nálgast vef samtakanna hér undir þessum tengli.

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

Laugardaginn 10. september kl. 20:00 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna,…