Kynningarfundur um skólastefnu Strandabyggðar

leikskóli leikskólabörn

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar hefur boðað íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur í dag, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00-18:30. Fundarefnið er Skólastefna Strandabyggðar, helstu áherslur í skólastarfinu. Fyrir fundinum liggja drög að nýrri skólastefnu Strandabyggðar. Áhugasamir eru beðnir um að kynna sér efnið og rýna það, en á fundinum verður óskað eftir tillögum og hugmyndum frá fundarmönnum til að gera skólastefnuna að öflugu leiðarmerki fyrir skólastarf sveitarfélagsins. Þannig fá fleiri tækifæri til að hafa áhrif á innihald skólastefnunnar og skólastarf í sveitarfélaginu. Í vinnuhópnum sitja sveitarstjóri, skólastjórar og fræðslustjóri Strandabyggðar.