Sögurölt við Tröllatungu

Sögurölt við Tröllatungu

Þriðjudagskvöldið 31. júlí halda Sögurölt um Dali og Strandir áfram. Nú verður gengið í nágrenni bæjarins Tröllatungu í Tungusveit á Ströndum og hefst gangan á hlaðinu á bænum. Um er að ræða auðvelda og þægilega göngu, við allra hæfi. Leiðsögumaður…

Basknesk þjóðlög og sönglög Sigvalda Kaldalóns á Snæfjallaströnd

Basknesk þjóðlög og sönglög Sigvalda Kaldalóns á Snæfjallaströnd

Laugardaginn 28. júlí kl. 16:30 munu Spánverjar og Íslendingar tengjast tónlistarböndum í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui í Dúó Atlantica flytja þá þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku sem og sönglög eftir eitt ástkærasta tónskáld…

Of(s)ein - leiksýning á Ströndum

Of(s)ein – leiksýning á Ströndum

Nú í endaðan júlímánuð er framundan frumsýning á Hólmavík, en það er listahópurinn Strandir í verki sem sýnir frumsamið nútíma verk. Leikþátturinn OF(S)EIN er stuttverk eftir listahópinn sjálfan og leikarar eru Alma Lind Ágústsdóttir og Bára Örk Melsted. Verkið er frumsýnt fimmtudaginn…

Sögurölt á Tungustapa í Sælingsdal

Sögurölt á Tungustapa í Sælingsdal

Söguröltið í Dölum og á Ströndum heldur áfram og þriðjudaginn 24. júlí kl. 19:30 verður gengið á Tungustapa í Hvammssveit í Dölum. Lagt verður af stað frá íþróttavelli UDN í Sælingsdal, á leiðinni að Laugum í Sælingsdal. Af Tungustapa er útsýni…

GÓSS tónleikar í Laugarhóli í Bjarnarfirði

GÓSS tónleikar í Laugarhóli í Bjarnarfirði

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, ætla annað sumarið í röð að leggja land undir fót og koma fram á tónleikum víðsvegar um land undir nafninu GÓSS. Með í för verður Guðmundur Óskar, bróðir Sigurðar og…

Opinn míkrafónn og skemmtun á Café Riis

Opinn míkrafónn og skemmtun á Café Riis

Í sumar hefur verið starfandi listahópur á Hólmavík sem kallast Strandir í verki og er það Leikfélag Hólmavíkur sem stendur fyrir því í samvinnu við Strandabyggð, Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum. Leiðbeinandi hópsins er Rakel Ýr Stefánsdóttir….

Þorgeir Pálsson ráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð

Þorgeir Pálsson ráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í dag var samþykkt samhljóða að ráða Þorgeir Pálsson nýjan sveitarstjóra í Strandabyggð. Fjórtán umsóknir bárust um starfið. Þorgeir er fæddur á Hólmavík árið 1963 og á ættir að rekja á Strandir og til Suðureyrar við Tálknafjörð….

Björgun göngufólks gekk vel

Björgun göngufólks gekk vel

Á sunnudagskvöld var björgunarsveitarfólk frá Norðurfirði, Drangsnesi og Hólmavík kallað út, eftir að neyðarkall barst frá hópi göngufólks. Í hópnum voru 18 manns sem lentu í hrakningum í Meyjardal, sunnan við Bjarnarfjörð nyrðri á Ströndum. Göngufólkið treysti sér ekki til…

Sirkus á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Sirkus á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Miðvikudaginn 18. júlí klukkan 18:30 ætlar sirkushópurinn Melodic Objects að vera með sýningu á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Frír aðgangur og öll velkomin sem áhuga hafa. Á sýningunni koma fram sex jogglarar og einn tónlistarmaður. Listamennirnir eru víða…

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Hólmavíkurkirkju

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Hólmavíkurkirkju

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns fagna 10 ára samtarfi um þessar mundir og að því tilefni koma þau saman á sinni árlegu sumar tónleikaferð og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju 18. júlí kl. 20. Þar ríkir bæði gleði…