Vestfirskt rannsóknaþing á Ísafirði

Vestfirskt rannsóknaþing á Ísafirði

Fimmtudaginn 7. desember fer fram stutt rannsóknaþing í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem vísinda- og rannsóknafólk á Vestfjörðum kemur saman. Þingið er ætlað bæði fyrir þau sem starfa innan stofnana og þau sem vinna sjálfstætt. Dagskráin hefst kl. 14 og…

Hólmavík í vetrarbúning

Hólmavík í vetrarbúning

Þótt ekki sé mikill snjór í nágrenni Hólmavíkur eftir vetrarveður og frost síðustu daga, þá er kominn talsverður snjór í þorpinu sjálfu. Fréttaritari strandir.is rölti um þorpið í ljómandi fallegu veðri á mánudaginn var og tók nokkrar myndir af húsunum…

Gamli bærinn á Bakka brann

Gamli bærinn á Bakka brann

Gamli bærinn á Bakka í Bjarnarfirði brann í gærkveldi og nótt. Enginn bjó í húsinu sem var forskalað timburhús og var notað sem sumarhús. Slökkviliðin á Drangsnesi og Hólmavík unnu að slökkvistarfi, en mikill eldur var í húsinu. Bjarnfirðingar unnu…

Þjóðminjasafn safnar minningum úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn safnar minningum úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá þar sem óskað er eftir að fólk sendi safninu minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Verið að leita eftir frásögnum og minningum fyrrverandi nemenda. Spurningaskráin er hluti af þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands…

Hrútafundur í Sævangi kl. 13:30

Hrútafundur í Sævangi kl. 13:30

Í dag verður haldinn kynningarfundur um hrúta á sæðingarstöðvum landsins í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Hefst fundurinn kl. 13:30 og eru allir áhugasamir sauðfjárræktendur hvattir til að mæta. Hrútaskráin ætti að vera farin í dreifingu þannig að bændur geta…

Verið að moka í Árneshrepp

Verið að moka í Árneshrepp

Verið er að moka Strandaveg í Árneshrepp í þessum töluðum orðum, en ófært hefur verið síðustu daga norður í Árneshrepp, líklega í 10 daga samfellt eða allt frá 17. nóvember. Sömuleiðis hefur verið ófærð innan sveitar og enn er merkt…

Fjallafinka á Hólmavík

Fjallafinka á Hólmavík

Á vef Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að fjallafinka (Fringilla montifringilla) sást á Hólmavík í lok október síðastliðinn. Fuglinn sást af og til í viku og líklegt að um nokkra fugla hafi verið að ræða. Fjallafinka er á stærð við steindepil,…

Veturinn kominn á Ströndum

Veturinn kominn á Ströndum

Á meðan vefurinn strandir.is lá niðri síðustu 9 daga og 9 nætur vegna gríðarlega alvarlegrar kerfisbilunar hjá hýsingaraðilanum 1984.is, kom veturinn á Ströndum. Á köflum hefur verið ófært og illviðrasamt síðustu daga, en horfir vonandi til betri vegar um og…

Íbúafundur í Árneshreppi

Íbúafundur í Árneshreppi

Eins og kunnugt er sótti Árneshreppur um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var tekinn inn í verkefnið í haust. Nú boðar verkefnisstjórn til íbúafundar í Árneshreppi á þriðjudaginn 28. nóv. kl. 14-16:30. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá Árneshreppi, Byggðastofnun…

511 Hólmavík - nýtt póstnúmer fyrir dreifbýlið

511 Hólmavík – nýtt póstnúmer fyrir dreifbýlið

Pósturinn ætlar sér að breyta póstnúmerum í dreifbýli sem áður voru með sama númer og næsti þéttbýlisstaður. Breytingin tekur gildi um mánaðarmótin næstu. Venjulega bætist einn við númerið í dreifbýlinu við þessa breytingu. Þannig mun póstnúmerið 510 Hólmavík gilda áfram…