Vestfjarðastofa stofnuð á Ísafirði 1. des.

Vestfjarðastofa stofnuð á Ísafirði 1. des.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga hefur nú um nokkurt skeið staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu. Hún mun taka að sér þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til og er ætlunin að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun,…

Vinnusmiðja um stafrænar sögur

Vinnusmiðja um stafrænar sögur

Síðustu daga hafa Salvör Aradóttir og Ólafur Hrafn Júlíusson frá verkefninu Stafrænar sögur hjá ReykjavíkurAkademíunni verið á Hólmavík með vinnusmiðju fyrir ungt fólk. Smiðjan er hluti af samnorrænu verkefni sem heitir Sögur að norðan (e. Stories from the North). Grunnskólinn á Hólmavík og Rannsóknasetur…

Fundur um áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði

Fundur um áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði

Á Hólmavík var nýverið haldinn opinn fundur fyrir ferðaþjóna á Ströndum og Reykhólahreppi og aðra hagsmunaaðila um forgangsröðun áfangastaða í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Það var Markaðsstofa Vestfjarða sem stóð fyrir fundinum sem tengist svokölluðu DMP verkefni. Líflegar umræður urðu um…

Áframhald á ljósleiðaravæðingu á Ströndum

Áframhald á ljósleiðaravæðingu á Ströndum

Bæði Strandabyggð og Kaldrananeshreppur eiga kost á stuðningi við að koma ljósleiðara í dreifbýlið á næsta ári, Strandabyggð á kost á 2 styrkjum fyrir samtals 13 staði að upphæð um 7,6 millj. og Kaldrananeshreppur 2 styrkjum fyrir samtals 19 staði…

Aðventukransar á Sauðfjársetrinu

Aðventukransar á Sauðfjársetrinu

Dagbjört frá föndurversluninni Hlín á Hvammstanga, ætlar að mæta á Sauðfjársetur á Ströndum í Sævangi mánudaginn 27. nóvember og kenna fólki að gera aðventukrans, hurðakrans eða jólaborðskreytingu. Námskeiðið kostar 3.000 fyrir utan efni. Skráning á námskeiðið er hjá Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóra…

Ný nöfn á mannanafnaskrá

Ný nöfn á mannanafnaskrá

Á fundum Mannanafnanefndar í október síðastliðnum voru kveðnir upp úrskurðir um ýmis nöfn sem sótt hefur verið um að bætt verði á mannanafnaskrá. Karlmannsnöfnunum Ylfingur og Jónsi hefur verið bætt við skrána, en nafninu Zion var hafnað. Kvenmannsnöfnunum Alíana, Alisa,…

Spilavist í Sævangi

Spilavist í Sævangi

Félagsvist verður haldin í Sævangi mánudaginn 13. nóvember og hefst spilamennskan kl. 20:00. Verð kr. 1.300.- fyrir 12 ára og eldri, 900 fyrir yngri, veitingar innifaldar. Sauðfjársetrið sér um veitingar og verðlaun. Verið öll hjartanlega velkomin á þessa fyrstu spilavist…